ok

Kastljós

Skortur á leikskólaplássum, áskoranir gervigreindar, Glerhúsið

Skráningar í leikskóla Reykjavíkur hófust í síðustu viku og eru nú um 500 börn á biðlista eftir plássi. Meirihlutinn í Reykjavík lagði fram viðamikla aðgerðaáætlun í ágúst en lítið hefur gengið að stytta biðlistann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, og Ragnheiður Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Kastljósi.

Gervigreindin mun breyta störfum og námi og nauðsynlegt er að huga strax að því hvernig hún er notuð segir þróunarstjóri Open AI sem þróar nú forritið Chat GPT sem kom út á íslensku í síðustu viku. Mikið kapp er lagt á að gervigreindin sé hlutlaus en á sama tíma á hún ekki að skila haturfullum niðurstöðum. Ekki er komin endanleg lausn á því hvernig það gengur upp til lengdar. Kastljós ræddi við Önnu Makanju.

Glerhúsið er nýtt gallerý sem leynist í bakgarði í miðbænum og rúmar meira en fermetrafjöldinn gefur til kynna. Um helgina opnaði Einar Garibaldi sýningu í Glerhúsinu sem nefnist Vegvísir. Við kíktum í gegnum glerið.

Frumsýnt

20. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,