ok

Kastljós

Staða bænda á Íslandi, Með Guð í vasanum

Bændur segja að staða þeirra sé ákaflega erfið eftir vaxtahækkanir síðustu tveggja ára. Greinin sé mjög skuldsett og erfitt að sjá hvernig komast eigi úr þessari stöðu nema með ríflegri hækkun í búvörusamningum. Rætt var við tvo bændur í Eyjafirði í þættinum. Einnig var rætt við Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, um framtíð greinarinnar, samninga við stjórnvöld og nýliðun sem er mjög erfið.

Leiksýningin Með Guð í vasanum var frumsýnd í Borgarleikhúsinu um helgina. Verkið er eftir Maríu Reyndal sem jafnframt leikstýrir og er sjálfstætt framhald sýningarinnar Er ég mamma mín? sem naut mikilla vinsælda og gekk í þrjú leikár.

Frumsýnt

26. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,