ok

Kastljós

Ástandið í Lviv, heilbrigðiskostnaður öryrkja, Trapo í Ásmundarsal

Þrátt fyrir að Úkraína berjist nú gegn innrásarher hefur stríðið mismikil áhrif í landinu. Í borginni Lviv í vesturhlutanum er iðandi mannlíf en undir niðri má finna áhrif stríðsins. Kastljós var í beinni útsendingu frá Lviv og ræddi meðal annars við Margeir Pétursson sem hefur búið í landinu í um áratug. Hann ræddi um ástandið í borginni og endurreisn efnahalgslífsins en Margeir rekur banka í Úkraínu.

Kostnaður öryrkja vegna heilbrigðisþjónustu er mun meiri en annarra hópa í þjóðfélaginu og þeir eru líklegri til að fresta heimsóknum til lækna eða úttektum lyfja.Rætt við Rúnar Vilhjálmsson prófessor og Vilhjálmur Hjálmarsson, formann heilbrigðismálahóps ÖBÍ.

Það tók marga mánuði af þrotlausri handavinnu að búa til listaverkið 'Trapo' sem nú prýðir - og raunar þekur alveg - veggi Ásmundarsalar. Kastljós heimsótti listakonuna á bak við verkið, Melanie Ubaldo.

Frumsýnt

23. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,