ok

Kastljós

Sprengingin á Grenivík

Kinga Kleinschmidt hlaut alvarlegan bruna á nær öllum líkamanum þegar sprenging varð í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík í fyrra. Norskir læknar sem önnuðust hana segjast aldrei áður hafa bjargað lífi manneskju með jafn alvarleg brunasár. Henni var haldið sofandi í marga mánuði en hefur náð undraverðum bata. Bæði hún og Víkingur Leó Sigurbjörnsson sem brann einnig illa, segja að þau hafi engan sársauka fundið við brunann sem var um 1000 gráðu heitur.

Vinnueftirlitið telur að búnaður sem notaður var í verksmiðjunni hafi ekki verið að hentugri gerð og þannig valdið neysta sem olli sprengingunni. Kastljós ræddi við þau Kingu og Víking en rétt er að taka fram að myndir sem teknar voru af áverkum þeirra geta valdið óhug

Frumsýnt

13. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,