Útvarpsþing RÚV 2023
Útvarpsþing Ríkisútvarpsins var haldið fimmtudaginn 28. september. Yfirskriftin var RÚV í samfélaginu.
Lögð var áhersla á hlutverk fjölmiðla í almannaþágu, helstu áskoranir, samfélagsumræðu og lýðræðisþróun.
Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrum framkvæmdastjóri hjá CNN og aðalritstjóri hjá BBC kynnir verkefnið News Futures 2035.
Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði við HÍ fjallar meðal annars um helstu rannsóknir um stöðu mála í upplýsingaheimum.
Liz Corbin, yfirmaður fréttamála hjá EBU, fjallar um ábyrgð fjölmiðla í almannaþágu á tímum upplýsingaóreiðu.