Lýðræðisdagur félagsmiðstöðvarinnar Buskans fór fram á dögunum. Viðburðurinn var skipulagður af nemendaráði Vogaskóla. Fulltrúar flokkanna mættu í pallborðsumræður sem stjórnað var af nemendaráði með spurningum frá nemendum skólans. Þar fengu unglingarnir að kynnast frambjóðendum og stefnum þeirra. Að því loknu fóru fram kosningar en þeim stjórnaði kjörstjórn sem skipuð var fulltrúum nemendaráðs. Loks var haldin kosningavaka þar sem úrslit kosninganna voru kynnt. Nemendur fengu með þessum viðburði að taka þátt í stjórnmálum og lýðræðinu á eigin forsendum.
Frumsýnt
29. nóv. 2024
Aðgengilegt til
29. nóv. 2025
UngRÚV
UngRúv fer í heimsóknir í félagsmiðstöðvar landsins.