Tímaflakkið
Danskt jóladagatal um hina 13 ára Sofie sem á sér þann draum heitastan að sameina fjölskyldu sína um jólin, en foreldrar hennar höfðu skilið nokkru áður. Með aðstoð tímavélar ferðast Sofie aftur í tímann þar sem hún ætlar að hafa áhrif á örlagavefinn, en þegar þangað er komið mætir hún óvæntum hindrunum. Aðalhlutverk: Bebiane Ivalo Kreutzmann og Hannibal Harbo Rasmussen.