Hulda G. Geirsdóttir ræddi við Ölmu Ýri Ingólfsdóttur formann ÖBÍ réttindasamtaka. Alma ólst upp í Ólafsvík en veiktist alvarlega 17 ára gömul sem leiddi til þess að hún missti báða fætur neðan við hné og framan af níu fingrum. Þá missti hún litla dóttur sína, en hefur tekist á við allar sínar stóru áskoranir af miklu æðruleysi og einstökum krafti. Hún hefur m.a. menntað sig í útlöndum og eignast kraftaverkabarn ein. Nú er hún nýkjörin formaður ÖBÍ og berst fyrir bættum réttindum öryrkja sem hún segir engan vegin ásættanleg.