Stefnumót í raunheimum
Norsk leikin þáttaröð frá 2024. Ida og Marvin eru búin að vera par í þrjú ár, án þess þó að hafa nokkurn tímann hist. Þegar hann bindur enda á sambandið fer Ida að leita ástarinnar í raunheimum. Aðalhlutverk: Gina Bernhoft Gørvell, Jacques Colimon og Heidi Goldmann. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.