Sekúndur
Sekunnit
Finnskir spennuþættir frá 2024. Þegar lest keyrir út af sporinu og veldur sprengingu í smábæ í Finnlandi fær Marita Kaila það hlutverk að leiða rannsókn á tildrögum slyssins. En rannsóknin dregur líka fram erfiðar minningar úr hennar eigin fortíð. Aðalhlutverk: Leena Pöysti, Mikko Kauppila og Juho Milonoff. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.