
Sæluríki I
Lykkeland I
Leikin norsk þáttaröð í átta hlutum sem gerist í Stafangri við lok sjöunda áratugar síðustu aldar og segir frá breytingunum sem urðu í samfélaginu þegar olía fannst í sjónum úti fyrir bænum og norska olíuævintýrið hófst. Meðal leikenda eru Anne Regine Ellingsæter, Amund Harboe, Bart Edwards, Malene Wadel og Pia Tjelta.