- 00:23:31Einar Sveinbjörnsson um óveður
- 00:35:40Hörður Guðbrandsson um ástandið í Grindavík
- 00:48:35Stefán Jóhann Stefánsson um Svíþjóð og NATO
- 01:04:58Daði Már Kristófersson um raforkumarkað
- 01:22:15Snorri Jakobsson um S&P500 og forsetakosningar
- 01:39:41Anna Marsibil Clausen um Óskarsverðlaun
Morgunútvarpið
Sunnan hvellur, atvinna í Grindavík, Svíar og NATO, raforkumarkaður, S&P500 og Óskarinn
Nú er úti veður vott -Í nótt hefur gengið yfir sunnan stormur með og fer sannarlega enn yfir með nokkrum látum. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land og aðeins suðurland laust við viðvörun. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur las í veðurkortin fyrir okkur.
Í hádegisfréttum í gær kom fram að þeim grindvísku fyrirtækjum og sjálfstætt starfandi Grindvíkingum sem sækja um launastuðning Vinnumálastofnunar fjölgi sífellt. Auk þess hafi komið upp nokkur tilfelli þar sem fólki hefur verið sagt upp vegna ástandsins. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur kíkti til okkar til að ræða stöðuna.
Tyrkneska þingið samþykkti í vikunni aðildarumsókn Svía að NATO og eiga því Ungverjar einir eftir að samþykkja umsóknina opinberlega. Við ræddum þessi tímamót við Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóra Seðlabankans, sem var áður fréttaritari RÚV í Svíþjóð.
Mikil umræða hefur verið um fyrirsjáanlegan skort á almennum raforkumarkaði á Íslandi, en fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga sem heimila stjórnvöldum inngrip í þennan markað. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ætlar að fjalla um stöðuna og afleiðingar inngripa til lengi og skemmri tíma í fyrirlestri í Háskólanum á morgun en kom til okkar til að ræða þessi mál.
Síðan er það spurningin um hvort bandaríska hlutabréfavísitalan S&P500 geti sagt til um hver sigri bandarísku forsetakosningarnar í nóvember. Þegar litið hefur verið á gengi á mörkuðum þrjá mánuði fyrir kosningar hefur það í öllum tilfellum verið þannig síðan 1984 að ef vísitalan er að hækka þá er forseti endurkjörinn eða frambjóðandi úr sama flokki kjörinn og þetta á við í 87 prósent tilvika síðan 1928. Við ræddum bandaríska hlutabréfamarkaðinn og efnahagslegar horfur þar við Snorra Jakobsson, hagfræðing hjá Jakobsson Capital.
Hvítleiki og karlremba er nokkuð sem lengi hefur loðað við Óskarsverðlaunin og verið reynt að stemma stigu við. Nýjustu tilnefningar vöktu þó upp sterk viðbrögð margra. Ekki síst sú staðreynd að hvorki Margot Robbie, sem lék Barbie í samnefndri mynd né Greta Gerwig sem leikstýrði henni, hlutu tilnefningu þó myndin sjálf hafi hlotið 8 tilnefningar, meðal annars sem besta myndin. Anna Marsibil Clausen, menningarblaðamaður og hlaðvarpsritstjóri RÚV segir þó fleira athyglisvert við óskarstilnefningarnar sem hefur farið minna fyrir í umræðunni. Hún kíkti til okkar.
Tónlist:
ÁRNÝ MARGRÉT - I went outside.
THE LA'S - There She Goes.
PAUL SIMON - Slip Slidin' Away.
Bombay Bicycle Club - Lights Out, Words Gone.
Friðrik Dór Jónsson, Kvikindi - Úthverfi.
Snorri Helgason - Ingileif.
REDBONE - Come And Get Your Love.
LAUFEY - Falling Behind.
RAVEN & RÚN - Handan við hafið.
STARSAILOR - Goodsouls.