Málæði - unglingar, íslenska og tónlist
Þáttur í tilefni af degi íslenskrar tungu. Fyrr í vetur bauð barnamenningarverkefnið List fyrir alla unglingum í grunnskólum landsins að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt listafólk. Afraksturinn verður opinberaður í þættinum þar sem þau Bubbi Morthens, GDRN, Emmsjé Gauti og Vigdís Hafliðadóttir koma fram.
Verkefninu Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Kynnar: Katla Þóru- Njálsdóttir og Mikael Emil Kaaber. Stjórn upptöku: Sturla Skúlason. Framleiðsla: List fyrir alla og RÚV.