Utanríkisráðherra segir ljóst að Ísraelar brjóti alþjóðalög með því að hleypa ekki mannúðaraðstoð inn á Gaza. Hún er meðal tuttugu og tveggja utanríkisráðherra sem skrifa undir nýja áskorun til ísraelskra stjórnvalda.
Bandaríkjaforseti fullyrðir að viðræður milli Rússlands og Úkraínu um vopnahlé muni hefjast þegar í stað. Hann ræddi við Rússlandsforseta í síma í tvær klukkustundir í dag.
Formaður Keilusambands Íslands segir áfengisneyslu á íþróttaviðburðum hafa verið vandamál í mörg ár. Byrjað sé á öfugum enda með því að samræma reglur um áfengisveitingar.
Verð á matvælum hefur farið hækkandi frá áramótum. Íslenskt nautakjöt hefur í einstaka tilfellum hækkað um allt að 20 prósent.
Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað mikið frá áramótum. Íslenskur kaffiframleiðandi segir áhrifanna gæta hjá smærri söluaðilum enda sé verðlag ávallt í takt við innkaupaverð