Kveikur

Tölvuöryggi, fráveitumál, deila Hæstaréttardómara

Skuggaveran í hettupeysunni, óframfærni tölvunördinn, er vissulega til, en sjaldnast er það þessi hakkari sem veldur mesta óskundanum. Kveikur kafar í tölvuöryggismál í fyrsta hluta þáttarins og veltir því upp hvort hægt hakka hvað sem er.

Í öðrum hluta könnum við stöðu fráveitumála hér á landi. minnsta kosti fjórðungur skólps í landinu rennur óhindrað og óhreinsað beint út í ár, vötn og hafið umhverfis Ísland, þrátt fyrir yfir áratugur frá því almennilegri hreinsun átti vera komið á um land allt.

Í þriðja hluta greinum við frá því Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, viðurkennir hafa reynt hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli náins vinar síns, máli sem hann hafði sjálfur sagt sig frá vegna vanhæfis.

Frumsýnt

14. nóv. 2017

Aðgengilegt til

1. júní 2030
Kveikur

Kveikur

Vikulegur fréttaskýringaþáttur sem tekur á málum bæði innan lands og utan. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Sigríður Halldórsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson og Lára Ómarsdóttir. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Stefán Drengsson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Freyr Arnarson. Vefritstjórn: Linda Björk Hávarðardóttir.

Þættir

,