ok

Kastljós

28.11.2016

Eftir að hafa plægt í gegnum þúsund síður af eftirlitsskýrslum dýralækna á vegum Matvælastofnunar stendur tvennt upp úr: Annars vegar það að neytendur hafa verið blekktir árum saman. Brúnegg ehf hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna, án þess nokkurn tímann að uppfylla þau skilyrðin sem sú reglugerð setti. Matvælastofnun upplýsti ekki um það. Hins vegar stóð fyrir dyrum líklega stærsta vörslusviptingaraðgerð sem Matvælastofnun hefur nokkru sinni ákveðið. Ástæðan er margítrekuð brot Brúneggja á lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð alifugla. Kastljós fjallar ítarlega um málið.

Frumsýnt

28. nóv. 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
KastljósKastljós

Kastljós

Beittur, fréttatengdur þáttur um málefni líðandi stundar, menningu og dægurmál hvers konar. Umsjónarmenn: Þóra Arnórsdóttir, Helgi Seljan, Helga Arnardóttir, Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.

,