Heiðar Logi
Heiðar Logi Elíasson er fyrsti atvinnumaður Íslendinga á brimbretti. En segja má að Norður-Atlantshafið sé hans annað heimili.
Í þáttunum skyggnumst við inn í líf ungra Íslendinga sem takast á við krefjandi og spennandi hluti. Í þessari þáttarröð fylgjumst við meðal annars með eina íslenska atvinnumanninum á brimbretti, förum í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Kaleo og kynnumst einum færasta húðflúrara í heimi. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.