Hringfarinn - Bandaríkin og Rússland

Á mótórhjóli til Moskvu

Kristján Gíslason og Ásdís Rósa Baldursdóttir fara frá Íslandi til Moskvu á mótorhjóli. Tilefnið var íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. Ferðalagið tók á sig ýmsar myndir gleði og sorgar. Fyrir utan heimsmeistaramótið sjálft voru það hin mannlegu samskipti sem ristu dýpst.

Frumsýnt

10. jan. 2021

Aðgengilegt til

1. jan. 2028
Hringfarinn - Bandaríkin og Rússland

Hringfarinn - Bandaríkin og Rússland

Íslenskir heimildarþættir um ferðalög hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur. Kristján sem fór hringinn í kringum jörðina á mótorhjóli árið 2014 tekur aftur fram hjólið og í þetta sinn er Ásdís Rósa konan hans með í för.

Þau fóru árið 2018 þvert yfir Bandaríkin, um 18 ríki á fimm vikum og upplifðu stórkostlega náttúru, sögufræga staði og fjölbreytta flóru mannfólksins. Í tilefni þess íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018 fóru þau svo til Moskvu.

,