Mikilvæg skilaboð
Í þessum þætti bíða áhorfendum gríðarlega mikilvæg skilaboð. Eldheitir áróðurssöngvar, lagræn átaksverkefni og ágengir eyrnaormar úr auglýsingalandinu.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson yfirheyrir íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.