Þáttur 8 af 8
Í þessum þætti býr Ebba Guðný til ís með aðstoð dóttur sinnar. Einnig útbýr hún mexíkanska súpu, grænmetisböku og súkkulaðiköku án eggja.
Ebba Guðný sýnir áhorfendum hversu auðvelt það getur verið að elda hollan og næringarríkan mat úr góðu hráefni. Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Dagskrárgerð: Sævar Sigurðsson. Framleiðandi: Anna Vigdís Gísladóttir fyrir Saga Film.