ok

Eitt stykki hönnun, takk

Þurfum við fleiri hluti?

Í fyrsta þætti kynnumst við hönnunarteyminu Studio Trippin. Þær Kristín Karlsdóttir og Valdís Steinarsdóttir eru nýútskrifaðir hönnuðir og taka þátt í HönnunarMars í fyrsta sinn. Þær hafa nú þegar vakið athygli fyrir loðnar, væmnar og vellyktandi vörur sem þær hanna úr íslenska hestinum. Markmið þeirra er að fullnýta hráefni sem hingað til hefur verið hent við kjötvinnslu. Einnig förum við í bíltúr á Litla-Hraun með Búa Bjarmari Aðalsteinssyni, vöruhönnuði, sem stýrir verkefninu Stússað í steininum, sem miðar að því að efla starfsgetu fanga á Litla-Hrauni.

Frumsýnt

14. mars 2019

Aðgengilegt til

16. júní 2025
Eitt stykki hönnun, takkEitt stykki hönnun, takk

Eitt stykki hönnun, takk

Íslensk heimildarþáttaröð í þremur hlutum um hönnun á Íslandi og hátíðina HönnunarMars sem var haldin í Reykjavík í tíunda sinn árið 2018. Við kynnumst lífi og starfi hönnuða í dag og köfum ofan í þessa fjörugu hátíð sem tekur yfir höfuðborgina í mars á hverju ári. Dagskrárgerð: Janus Bragi Jakobsson, Kolbrún Vaka Helgadóttir og Tinna Ottesen.

,