Bækur og staðir 2017

Viðey

Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. Í þessum þætti fer hann út í Viðey og rifjar upp sögur þaðan frá fyrri tímum. Haldnar voru miklar veislur í Viðeyjarklaustri, elsta steinhúsi Reykjavíkur, og máttu kotbændur þá horfa upp á gleðina frá landi. Í kirkjugarðinum hvílir Gunnar Gunnarsson rithöfundur ásamt konu sinni, en hann dáði mjög Jón Arason sem vígði þarna jörðina. Í dag býr enginn í Viðey, en áður var þar þorp með fjörugu mannlífi. Skólahúsið eitt stendur þar enn innan um rústirnar. Í því dvaldi Steinn Steinarr um tíma, en sagt er honum hafi ekki verið vært þar sökum draugagangs.

Frumsýnt

14. sept. 2017

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bækur og staðir 2017

Bækur og staðir 2017

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Þættir

,