Andstæðingar Íslands
Landsliðskempan Eiður Smári Guðjohnsen kynnir sér andstæðinga Íslands á HM í Rússlandi í fróðlegum og skemmilegum þáttum. Hann sækir löndin heim, kynnist fótboltamenningunni, hörðustu stuðningsmönnunum, gömlum hetjum, krökkunum sem eiga eftir að skipa landslið framtíðarinnar og síðast en ekki síst fólkinu í landinu. Þá mun hann kanna sérstaklega hvað þessar þjóðir vita í raun og veru um þennan nýja andstæðing á HM sem kemur svona langt að úr norðrinu.