24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Borgarbyggðar og Hafnarfjarðar. Fyrir Hafnarfjörð keppa: Helga Þráinsdóttir, Jökull Mar Pétursson og Þórður Helgason. Fyrir Borgarbyggð keppa: Ingibjörg Jónsdóttir, Stefán Einar Stefánsson og Sveinbjörn Eyjólfsson. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2007 um rottuna Remy sem hefur ástríðu fyrir matargerð og dreymir um að verða kokkur í París. Þegar hann kynnist óvænt klaufalega stráknum Linguini sem vinnur í eldhúsinu á einum frægasta veitingastað Parísar gera þeir með sér óvenjulegt samkomulag.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þórgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í dag að henni þætti þátttaka Ísrael í Eurovision óeðlileg. Hefur þetta áhrif á afstöðu RÚV og mun stofnunin beita sér á vettvangi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri situr fyrir svörum.
Eftir andlát Frans páfa velta margir fyrir sér hvort skref hans í frjálræðisátt verði varanleg. Rætt við Jakob Rolland, kanslara kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og Magneu Sverrisdóttur djákna og verkefnastjóra erlendra samskipta hjá Biskupsstofu.
Heimildarmynd um heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem haldið var í Mexíkó 1971 en hefur síðan legið í gleymsku. Í myndinni segja konur sem tóku þátt frá reynslu sinni og myndefni frá mótinu er dregið fram í fyrsta sinn í yfir 50 ár. Þegar mótið var haldið vildi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, banna kvennafótbolta og þrátt fyrir að áhorfendamet hafi verið slegið á mótinu hefur það að mestu verið strokað út úr íþróttasögunni. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Leikstjórn: Rachel Ramsay og James Erskine.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir
Önnur þáttaröð þessara bresku glæpaþátta. Glæfralegt morð í námabæ á Mið-Englandi ýfir upp gömul sár og ógnar stöðugleikanum í samfélaginu. Aðalhlutverk: Lorraine Ashbourne, David Morrissey og Perry Fitzpatrick. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Ný sænsk dramaþáttaröð byggð á sönnum atburðum. Þrír fangar sem sitja í öryggisfangelsi fá tækifæri til að leika sjálfa sig í leikriti um líf þeirra eftir heimsfræga leikritaskáldið Lars Norén. Fangarnir fá leyfi til að yfirgefa fangelsið til að leika í sýningunni og í kjölfarið hefst hrina hrottalegra rána. Aðalhlutverk: Maria Sid, David Dencik og Martin Nick Alexandersson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.