Bein útsending frá EM í frjálsíþróttum í Róm.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ný könnun Landlæknisembættisins á líðan fullorðinna sýnir að æ fleiri finna til einmanaleika, hamingja fer dvínandi og svefnleysi eykst. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir hjá embætti Landlæknis ræðir þessar niðurstöður og víðara samhengi velsældarráðstefnu sem haldin er í Hörpu. og síðan kynnumst við systkinum sem létu draum pabba síns rætast eftir að hann veiktist, en það var að komast í síðustu ferðina í Hlöðuvík á Hornströndum. Allar myndir hamingju hjá okkur í kvöld. Lúðvík Baldur Ögmundsson veiktist alvarlega síðastliðið haust og því fylgdi sár eftirsjá að komast ekki framar í húsið sitt á Hornströndum. Börnin hans gripu þá til róttækra ráða til að komu föður sínum í síðustu vinnuferðina í Hlöðuvík. Bjarney Lúðvíksdóttir skrásetti ferðalagið í kvikmynd.
Bein útsending frá spurningakeppni framhaldsskólanna sem einkennist af stemningu, spennu og virkri þátttöku allra í salnum. Dómarar: Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir. Spyrill: Kristjana Arnarsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Í þessum þætti mætast Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Borgarholtsskóli í undanúrslitum. Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla skipa Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir, Þráinn Ásbjarnarson og Jón Jörundur Guðmundsson. Lið Borgarholtsskóla skipa Fanney Ósk Einarsdóttir, Magnús Hrafn Einarsson og Viktor Hugi Jónsson.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.
Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins. Þættir frá 2021.
Þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar þar sem saga Siglufjarðar er rakin. Bærinn var lengi utan alfaraleiðar en vegna mikils uppgangs á 20. öld varð hann þungamiðja síldveiða sem um skeið voru arðvænlegasta atvinnugrein á Íslandi. Í þáttunum er einnig sagt frá skemmtanalífi, rómantík, slagsmálum, tónlist, skíðaiðkun og einstökum bæjarbrag. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þriðja þætti er fjallað um það sem kallað var stærsti hjónabandsmarkaður Íslands, strit kvennanna á síldarplönunum og síldargróðann, en einnig síldarleysisár sem komu inn á milli. Fjallað er um harða verkalýðsbaráttu, Rauða planið og fyrirætlanir um að setja upp vísi að Sovét-Íslandi og loks dularfullt hvarf verkalýðsforingjans Guðmundar Skarphéðinssonar.
Ævintýraleg þáttaröð um fjóra félaga sem ferðast um heiminn á skútu. Í hverri höfn leika þeir svo sirkuslistir fyrir borgarana áður en þeir sigla á næsta áfangastað.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Hinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Bókunarstaða bendir til þess að umsvif í ferðaþjónustu séu að minnka og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Kastljós var í beinni útsendingu frá Mývatnssveit og ræddi við Anton Frey Birgisson og Ólöfu Hallgrímsdóttur, sem bæði starfa við ferðaþjónustu.
Grunnskólar Akureyrar ætla að banna símanotkun grunnskólabarna að mestu næsta vetur og hafa kynnt sérstakan símasáttmála.
Breskir sakamálaþættir frá 2023. Rannsóknarlögreglumaðurinn Humphrey Goodman og unnusta hans, Martha, flytja í lítið þorp í Devon á Englandi. Humphrey gengur í lögreglu þorpsins þar sem hann rannsakar glæpi eins og honum einum er lagið. Aðalhlutverk: Kris Marshall, Sally Bretton og Zahra Ahmadi.
Heimildarmynd frá 2021 í leikstjórn Nefise Özkal Lorentzen. Seyran Ates var á meðal fyrstu kvenna í Evrópu til að verða ímam og nú berst hún fyrir nútímavæðingu íslam. Í moskunni hennar í Berlín biðja öll saman, burt séð frá kyni og kynhneigð. Seyran hefur orðið fyrir alvarlegu aðkasti vegna skoðana sinna og þarf lögregluvernd allan sólarhringinn. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Myndin er hluti af þemanu Konur í kvikmyndagerð.
Fimmta þáttaröð þessara bresku spennuþátta. Rannsóknarlögreglumaðurinn Sunny Khan og samstarfsfólk hans snúa aftur til starfa eftir mikið áfall þegar líkamsleifar finnast í reykháfi í vesturhluta London. Það reynist teyminu erfitt að leysa málið og nýr samstarfsfélagi þeirra, Jess James, auðveldar þeim ekki lífið. Aðalhlutverk: Sanjeev Bhaskar og Sinéad Keenan. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsöguleg áströlsk dramaþáttaröð frá 2023. Árið 1996 hvarf hin 18 ára Sarah Spiers og var það upphaf lögreglumáls sem tók 25 ár að leysa. Þegar tvær konur til viðbótar hverfa stuttu síðar er lögreglunni ljóst að um raðmorðingja sé að ræða. Aðalhlutverk: Ryan Johnson, Catherine Van-Davies og Aaron Glenane. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Beinar útsendingar frá bikarkeppni kvenna í fótbolta.
Leikur FH og Þórs/KA í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta.
Beinar útsendingar frá bikarkeppni kvenna í fótbolta.
Leikur Aftureldingar og Þróttar í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta.
Samantekt á leikjum í bikarkeppni kvenna í fótbolta.
Samantekt á leikjum í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta.
Bein útsending frá EM í frjálsíþróttum í Róm.