
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Það styttist í að hlé verði gert á störfum Alþingi en töf hefur orðið á afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins og fleiri mála vegna óvenjulangrar umræðu. Við ræðum við Sigmar Guðmundsson, þingflokksformann Viðreisnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins um helstu ágreiningsefnin.
Sjónvarpsþættirnir Danska konan eftir Benedikt Erlingsson, með dönsku stórstjörnunni Trine Dyrholm í titilhlutverkinu, hefja göngu sína á RÚV eftir áramót. Kastljós fór á tökustað síðastliðið sumar.