
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.

Breskir heimildarþættir frá 2020. Getur smokkfiskur sökkt skipi? Er kóngulóarvefur sterkari en stál? Vinirnir Tim Warwood og Adam Gendle hætta lífi sínu til að komast að athyglisverðum sannleika um hin ýmsu dýr.

Íslensk teiknimynd um fuglsungann Lóa sem er enn ófleygur þegar hausta tekur og hinir farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann verður því að lifa harðan veturinn af og kljást við grimma óvini upp á eigin spýtur. Leikstjórn: Árni Ólafur Ásgeirsson.
Íslensk heimildarþáttaröð í sex hlutum þar sem skyggnst er inn í heim tvíbura og sagðar persónulegar sögur. Í þáttunum er fylgst með því líffræðilega undri sem á sér stað þegar tvíburar verða til og þeim sterku tengslum sem virðast fylgja flestum tvíburum út lífið. Hvaða helstu áskoranir bíða tvíbura, búa þeir yfir meiri samkennd en aðrir, hversu samtaka í lífinu eru þeir og hugsa þeir jafnvel eins? Umsjón og framleiðsla: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarðsson.
Tvíburarnir Þórður Orri og Arnór Darri voru greindir tvíeggja á meðgöngu. Foreldrum þeirra finnst þeir hins vegar grunsamlega líkir og velta fyrir sér hvort tvíeggja tvíburar geti virkilega verið svona líkir. Í þættinum komumst við meðal annars til botns í því máli með DNA prófi auk þess sem við hittum eineggja tvíburabræður sem báðir vinna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Skoðað er hversu sterk áhrif umhverfið getur haft á einstaklinga og hversu erfðafræðilega líkir eineggja og tvíeggja tvíburar eru.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld hittum við hagleiksmann í Hólminum,
við klæðum okkur í vestfirskar Lambúshettur, við skoðum endurbyggingu gömlu kirkjunar á Djúpavogi og við fjöllum um aðbúnað austfirskra býflugna.

EM í lyftingum í Moldóvu.

Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.

Beinar útsendingar frá leikjum í Mjólkurbikar karla í fótbolta.
Leikur ÍBV og Víkings í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.


Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir. Að þessu sinni fræðumst við um mannslíkamann.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni geta ekki beðið eftir páskunum svo þau baka gómsætar og páskalegar möffins með gulum glassúr.
Svona er uppskriftin:
270 g sykur
150 g smjör (bráðið)
2 egg
240 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
50 ml mjólk
1 tsk vanilludropar
Krem:
250g flórsykur
gulur matarlitur
vatn
Aðferð:
Hitið ofninn í 170gráður
Hrærðu saman sykur og smjör þar til
blandan verður létt og ljós
Bætið einu eggi út í í einu.
Blandið þurrefnunum saman við.
Síðan mjólkinni og vanilludropunum.
Setjið deigið í möffinsform og bakið
kökurnar í 14-16 mínútur
Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Vissir þú að átta milljónum tonna af plasti er hent í sjóinn á hverju ári? Átta milljón tonn! Það er svakalega mikið! Við verðum að gera eitthvað í þessu því þessi hegðun okkar er að eyðileggja lífríkið í sjónum. Besta leiðin er að horfa á hvað við erum að kaupa og hvernig við losum okkur við það. Það skiptir máli hvað þú gerir! Margt smátt gerir eitt stórt.

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Skaparar og keppendur eru Ásbjörn Daði Jóhannesson og Elsa Santos og búa þau til KrakkaRÚV hús á 10 mínútum. Hvernig finnst þér að KrakkaRÚV hús ætti að vera?
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við förum í fjallgöngu og saman komumst við upp á topp, af því við erum sterk og hugrökk eins og fjallið.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Á árinu 2025 sýnir RÚV fjölda vel valdra Disney-teiknimynda og kvikmyndaáhugafólk fjallar um hverja mynd .
Guðjón Davíð Karlsson segir frá myndinni Leikfangasögu, eða Toy Story, frá árinu 1995.
Talsett Disney-teiknimynd frá 1995 um leikföng sem lifna við þegar eigandi þeirra, drengurinn Addi, hverfur úr sjónmáli. Kúrekinn Viddi er uppáhaldsleikfang Adda og leiðtogi hópsins. Þegar glænýtt leikfang, geimfarinn Bósi Ljósár, mætir á svæðið óttast Viddi um stöðu sína og undirbýr áætlun til að losna við Bósa og það reynist upphafið að heilmiklu ævintýri.

Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar. Þættirnir voru teknir upp árið 2021.

Íslensk heimildarmynd um náttúrufræðinginn og fuglaljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson. Í myndinni fylgjumst við með Jóhanni Óla mynda og rannsaka fuglalíf landsins. Leikstjóri: Heimir Freyr Hlöðversson. Framleiðsla: Compass Films.

Íslenskir spennuþættir byggðir á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili fer hann að gruna að óhugnanlegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsvígi eiginkonu hans og undarlegri hegðun táningsdóttur þeirra. Leikstjóri: Erlingur Thoroddsen. Með helstu hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólof Halla Jóhannesdóttir, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Mikael Kaaber, Björn Stefánsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Stefán Jónsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Óðinn Hafsteinsson er einstæður faðir sem á í stirðu sambandi við 13 ára dóttur sína, Rún. Hún er nýflutt til hans eftir að móðir hennar svipti sig lífi og Óðni þykir föðurhlutverkið krefjandi. Hann er ráðinn af velferðarsviði Barnaverndar til að rannsaka hvort drengir á vistheimilinu Króki hafi verið beittir ofbeldi á níunda áratugnum og hvort tveir drengir sem létust hafi í raun og veru dáið af slysförum. Á sama tíma fylgjumst við með því sem átti sér stað á Króki árið 1984, nokkrum vikum fyrir dauðsföllin dularfullu.

Íslensk kvikmynd um níu ára stúlku sem er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast. Þar verður hún óvænt lykilþátttakandi í atburðarás sem hún hefur enga stjórn á og skilur varla sjálf en hefur djúpstæð áhrif á hana. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar. Leikstjórn: Ása Helga Hjörleifsdóttir. Leikendur: Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Gríma Valsdóttir.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.