Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
.

24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Hér eigast við lið Reykjavíkur og Snæfellsbæjar. Lið Reykvíkinga skipa Jón Yngvi Jóhannsson, Stefán Eiríksson og Svanhildur Hólm Valsdóttir en fyrir Snæfellsbæ keppa Ari Bjarnason, Guðrún Fríða Pálsdóttir og Magnús Stefánsson.

30 ára ferill Spaugstofunnar og þeirra sem stóðu á bak við hana rakinn í upprifjun á gömlu sjónvarpsefni, viðtölum við mennina á bak við þættina og fjölmarga aðra sem tengdust þeim, birtust í þeim eða voru fórnarlömb þeirra. Umsjón: Gísli Marteinn Baldursson. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Guðjón Friðriksson og Egill Helgason leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðiiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga. Við kynnumst Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum, en líka fólki sem fór til Hafnar að afla sér iðnmenntunar eða einfaldlega til að freista gæfunnar. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Egill og Guðjón fjalla um hinar lífsnauðsynlegu skipaferðir milli Danmerkur og Íslands og fara í virkið Kastellet, þar sem íslenskir fangar komu fyrst eftir að þeir voru fluttir til Hafnar. Auk þess fara þeir í hverfið í kringum höllina Amalienborg, á spítalann þar sem Jónas Hallgrímsson dó og á Fæðingarstofnunina, en þangað voru íslenskar konur sendar til að eiga börn á laun.

Viðtals- og tónlistarþáttaröð í umsjón Jóns Ólafssonar. Jón fær til sín ýmsa tónlistarmenn í spjall og saman laða þeir fram ljúfa tóna. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.

Sænskir þættir um matarsóun og hvernig hægt er að sporna gegn henni. Þáttastjórnendurnir Anna Lundberg og Paul Svensson kynna áhorfendur fyrir óvæntum uppskriftum að dýrindis réttum sem búnir eru til úr hráefni sem annars hefði verið hent.


Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi fer í lautarferð í fjörunni en þar er kráka sem gerir honum lífið leitt og dreifir rusli út um allt! Eddi reynir að losa sig við hana, en það gerir bara illt verra.

Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.

Fimm góð ráð til að verða betri í einhverju t.d. húlla, skrifa sögu, dansa, fótbolta, slaka á og skapa tónlist.
Við getum þetta öll! Einn, tveir og byrja að æfa sig.
Rakel Hönnudóttir er landsliðskona í fótbolta og kennir okkur 5 TRIX til að verða betri í fótbolta. Seinasta TRIX-ið er rosalegt og þarf að æfa sig svakalega vel til að ná því. Við skorum á ykkur að prófa!

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Vikinglottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Stuttir finnskir þættir um prjónaskap. Eva Pursiainen byrjaði líkt og margir aðrir að prjóna í kórónuveirufaraldrinum. Í þáttunum skoðar hún hvers vegna hálfgert prjónaæði hefur gripið um sig í heiminum á síðustu árum og fjallar um ýmis jákvæð áhrif þess að prjóna.
Þýsk leikin þáttaröð frá 2022. Árið 1920 flytur hin unga Vicky Maler frá æskuheimili sínu á landsbyggðinni til Berlínar þar sem hún fær vinnu í frægri stórverslun og kynnist ástinni í fyrsta sinn. Aðalhlutverk: Naemi Florez, Ludwig Simon og Alexander Scheer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir

Heimildarþáttaröð frá BBC um ævi, störf og ástir mexíkósku myndlistarkonunnar Fridu Kahlo.
Rómantísk gamanþáttaröð frá 2023 byggð á skáldsögu eftir Henry Fielding, The History of Tom Jones, a Foundling. Þættirnir segja frá Tom Jones, efnalitlum ungum manni, sem verður ástfanginn af nágrannakonu sinni, Sophiu. Mikill munur á samfélagslegri og fjárhagslegri stöðu þeirra veldur því að fjölskyldur þeirra reyna að stía þeim í sundur en mun ástin sigra að lokum? Aðalhlutverk: Sophie Wilde, Solly McLeod og Shirley Henderson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir í bikarkeppni karla í körfubolta.
Leikur KR og Stjörnunnar í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Leikir í bikarkeppni karla í körfubolta.
Leikur Keflavíkur og Vals í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta.