Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Umfjöllun um þau málefni sem helst brenna á kjósendum fyrir kosningar heldur áfram í Kastljósi. Að þessu sinni eru það heilbrigðismálin en þar eru fjölmörg verkefni sem bíða nýrrar stjórnar. Viðmælendur eru Rúnar Vilhjálmsson prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir heilsuhagfræðingur og Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Auk þess verður haldið áfram að varpa upp hinni hliðinni á formönnum flokkanna og komið er að Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
Dagskrárliður er textaður.