16:45
Í garðinum með Gurrý III
Í garðinum með Gurrý III

Þáttaröð í umsjón Guðríðar Helgadóttur garðyrkjufræðings þar sem hún sýnir áhorfendum réttu handtökin við garðyrkjustörfin. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.

Gurrý fær skógfræðinginn Björgvin Örn Eggertsson til þess að fræða áhorfendur um hvernig standa skal að skógfellingum, t.d. þegar grisja þarf tré í görðum. Hún heimsækir hjónin Katrínu Sigurðardóttur og Stefán Guðmundsson í Ásaskóla þar sem þau hafa ræktað upp mikinn og fallegan rósagarð. Að lokum sýnir Gurrý aðferðir sem hægt er að nota til þess að bregðast við óboðnum gestum í görðum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 29 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,