Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Reykjavíkur og Garðabæjar. Fyrir hönd Reykjavíkur keppa Katrín Jakobsdóttir þingmaður (V), Silja Aðalsteinsdóttir ritsjóri og Oddur Ástráðsson dagskrárgerðarmaður á Stöð 2. Fyrir hönd Garðabæjar keppa Aðalheiður Guðmundsdóttir íslenskufræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Við skellum okkur vestur á firði og komumst að því hvað er eiginlega í vatninu þarna undir hrikalegum fjöllunum í lygnum fjörðum. Systkinin frá Súgandafirði taka lagið með Súðavíkurdrottningunni Siggu Beinteins.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Frakklands og Katar á HM karla í handbolta.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Heimildarmynd frá BBC um þýska kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer þar sem farið er yfir 40 ára feril tónskáldsins og rætt við helstu samstarfsaðila hans. Zimmer hefur meðal annars hlotið Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndunum Konungur ljónanna og Dune.
Sænskir þættir frá 2024. Hversu oft spyrjum við bestu vini okkar mikilvægra spurninga? Tveir bestu vinir svara spurningum um hvor annan og ræða saman á einlægan hátt.
Önnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Danskir spennuþættir um hóp rannsóknarblaðamanna sem starfar við margverðlaunaðan og farsælan fréttaskýringaþátt í sjónvarpi. Það er orðið heldur langt síðan þátturinn hefur opinberað stórt mál og nú ógnar breytt fjölmiðlalandslag tilvist hans. En þegar ristjóranum Liv berst nafnlaus ábending fara hjólin að snúast og fyrr en varir flækjast hún og teymið hennar inn í efstu lög danskra stjórnvalda. Aðalhlutverk: Mille Dinesen, Søren Malling, Lila Nobel og Afshin Firouzi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þýskir dramaþættir frá 2022. Christine er dansari í Friedrichstadt-Palast-leikhúsinu í Austur-Berlín árið 1988. Þegar hún kemst óvænt að því að hún á tvíburasystur frá Vestur-Þýskalandi vakna ýmsar spurningar. Í von um að komast að uppruna sínum ákveða þær að skiptast á hlutverkum. Aðalhlutverk: Luise Befort, Svenja Jung og Anja Kling.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Friðþjófur býr ásamt Manninum með gula hattinn í íbúð í borginni, en stundum fara þeir í sveitina og búa þar á litlum sveitabæ.
Páll býr með fjölskyldu sinni í notalegu bresku smáþorpi og lendir í ýmsum póstburðartengdum ævintýrum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Danmerkur og Alsír á HM karla í handbolta.