
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi fer í lautarferð í fjörunni en þar er kráka sem gerir honum lífið leitt og dreifir rusli út um allt! Eddi reynir að losa sig við hana, en það gerir bara illt verra.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Sænskir matreiðsluþættir frá 2023. Grínistinn David Batra og fréttakonan Malin Mendel ætla að opna veitingastað á Indlandi. Þau ákveða hvað verður á matseðlinum með því að prófa sig áfram í að elda klassíska indverska rétti og gamlar fjölskylduuppskriftir.
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson fagna um þessar mundir 10 ára samstarfsafmæli sem Hraðfréttamennirnir og halda upp á tímamótin með nýrri þáttaröð af Hraðfréttum. Sem fyrr láta þeir félagar sér ekkert mannlegt óviðkomandi og flest verður þeim að skemmtilegu fréttaefni.
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Keppendur eru þær Halldóra Geirharðsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Dagur Sigurðsson, Níels Thibaud Girerd og Ísadóra Bjarkardóttir Barney.
Ísadóra og hljómsveitin Púki flytja lagið Stærra úr kvikmyndinni Fjallið.
Berglind Festival fer á stúfana í óveðrinu.
Bjartar sveiflur sjá um tónlistaratriði kvöldsins og flytja tvö lög, Bíóstjarnan mín í upphafi þáttar og enda þáttinn á Tell me!

Stuttmyndir skrifaðar af krökkum og framleiddar af KrakkaRÚV.
Höfundur: Sigrún Æsa Pétursdóttir. Leikarar: Benedikta Björk Þrastardóttir, Salka Björnsdóttir, Konni Gotta, Friðjón Ingi Sigurjónsson, Linda Kristín Ragnarsdóttir og Vilborg Guðmundsdóttir.
Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti kemur Lúkas Erlen á óvart með því að fara með hana í heimsókn í Kattholt, þar sem heimilislausir kettir eiga heima þar til þeir fá nýja eigendur. Erlen elskar kisur. Í Málinu með Ingvari og Birtu mætast tvö flott lið Marbellurnar á móti Klemmunum. Í Rammvillt í Reykjavík lenda Arnór, Kristín og Addú í hættu og fá óvæntan liðsauka í rannsókn sinni á dularfulla sögukennaranum.
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Hilmir gítarleikari útskýrir hvað það er að ,,túra" og hljómsveitin fær til sín góðan gest sem spilar á saxafón. Saman æfa þau og flytja lagið Vor í Vaglaskógi. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Saxófón leikari: Birkir Blær Ingólfsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Þetta er besta líkamsrækt sem ég hef komist í, svo er hún svo góð fyrir andlegu heilsuna líka. Það er líka þessi útrás sem maður fær kannski við það að stökkva eða fara yfir stein," segir Elín Auður Ólafsdóttir félagi í kvennafjallahjólahópnum KvEnduro á Akureyri. „Við ákváðum að stofna þennan hóp árið 2016 því við nenntum ekki að hjóla lengur með strákunum,“ útskýrir Elín en stelpurnar hittast öll þriðjudagskvöld, frá vori og fram á haust, og hjóla saman.
Beinar útsendingar frá Söngvakeppninni 2025. Kynnar eru Benedikt Valsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Fannar Sveinsson. Stjórn útsendingar: Vilhjálmur Siggeirsson og Þór Freysson.
Bein útsending þar sem fyrri fimm lögin eru flutt í Söngvakeppninni 2025.
Sænsk fjölskyldumynd frá 2017 um dreng sem finnur apa í garðinum heima hjá sér og ákveður að eiga hann sem gæludýr. Hann og fjölskylda hans eru forvitin um uppruna apans og ákveða að ferðast til Taílands og grennslast fyrir um sögu hans. Leikstjóri: Maria Blom. Aðalhlutverk: Julius Jimenez Hugoson, Frida Hallgren og Johan Petersson.

Rómantísk gamanmynd frá 2004 í leikstjórn Forests Whitaker. Dóttir forseta Bandaríkjanna flytur að heiman og byrjar í háskóla. Þar fellur hún fyrir samnemanda sínum en hann býr yfir leyndarmáli. Aðalhlutverk: Katie Holmes, Marc Blucas og Michael Keaton.