Spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Lið Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands mætast.
Keppendur frá Menntaskólanum í Reykjavík: Áslaug Edda Kristjánsdóttir, Davíð Birgisson og Björn Diljan Hálfdánarson. Keppendur frá Verzlunarskóla Íslands: Dagbjörg Birna Sigurðardóttir, Hafliði Hafþórsson og Viktor Kolbeinn Sigurðarson.

Árið 2016 voru fimmtíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allstaðar að af landinu. Í 50 ár eru níu sjónvarpsþættir sem sendir voru út frá vel völdum stöðum á landinu sumarið 2016 þar sem rifjaðar voru upp sögur og svipmyndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.
Vestmannaeyjar í 50 ár er annar þátturinn af níu þar sem Guðrún Gunnarsdóttir og Gísli Einasson flakka um landið og rifja upp sjónvarpsefni frá síðustu fimmtíu árum. Í Vestmannaeyjum rifja þau upp komu Keikós, Polla og Pæjumót í fótbolta og beinar útsendingar frá eldgosi. Þá sjáum við brot úr vinsælu sjónvarpsþáttum Sigla himinfley. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.

Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.

Tónlistarþáttur frá 1988 þar sem fjallað er um innlend og erlend dægurlög. Umsjón: Jón Ólafsson, Steingrímur S. Ólafsson, Stefán Hilmarsson og Anna Björk Birgisdóttir. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.

Íslensk heimildarþáttaröð þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Hafþór Gestsson starfaði sem fangavörður í nær fjóra áratugi og hafði áhrif bæði á fanga og aðra fangaverði með einstakri nærveru og sýn sinni á starfið. Helga Rósa Hansdóttir hefur starfað sem sjúkraliði á vökudeild í rúma þrjá áratugi. Þar hefur hún veitt hræddum og örþreyttum foreldrum fyrirbura og viðkvæmum nýburum ómældan stuðning og hjálp í gegnum árin.
Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum þáttum. Þótt meirihluti landsmanna búi í þéttbýli býr sumt fólk á stöðum þar sem náttúran hefur meiri áhrif á líf þess en gengur og gerist. Í þessari þáttaröð greinir fólk frá ýmsum stöðum á landinu frá ástríðu sinni fyrir því, hvers vegna það kýs að búa utan þéttbýlis og hvað veldur því að það vill hvergi annars staðar búa. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Lára Ómarsdóttir.
Baldur Rafnsson var orðinn leiður á lífinu í höfuðborginni og langaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Þegar færi gafst festi hann ásamt konu sinni kaup á jörðinni Vattarnesi og fjölskyldan fluttist þangað búferlum. Innan um fugla, fiska, sauðfé og náttúrudýrð Skrúðs líður honum vel. Skrúður er griðastaður hans, eyjan hans.
Sænskur matreiðsluþáttur í umsjón Anne Lundberg og Pauls Svensson. Þau grænvæða vinsæla rétti og skora á kokka að vinna með nýstárlegt hráefni. Jurtaríkið er einungis nýtt að hluta til matar og því er þar enn falin matarkista. Þau ferðast um Skán í leit að hinu óþekkta græna hráefni.


Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.

Íþróttafréttir.

Sænsk fjölskyldumynd frá 2001. Lífið er ekki dans á rósum hjá Tsatsiki. Kærastan er búin að segja honum upp, besti vinur hans talar ekki við hann og nú lítur út fyrir að sumarleyfið í Grikklandi sé líka í uppnámi. Sem betur fer er afi til staðar þegar allt virðist glatað og sá gamli reynist sannarlega betri en enginn. Aðalhlutverk: Samuel Haus, Sara Sommerfeld og Krister Henriksson.

Laddi hefur skemmt þjóðinni um áratugaskeið. Flest þekkjum við þó persónurnar sem hann leikur betur en manninn sjálfan. Hver er maðurinn á bakvið gervin? Gísli Einarsson fær vini og samferðarmenn Ladda sér til aðstoðar við að draga upp nærmynd af Þórhalli Sigurðssyni, Ladda. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.

Sænsk verðlaunamynd frá 2019 eftir Roy Andersson. Anderson bregður upp svipmyndum af mannlegum augnablikum þar sem sögulegir og hversdagslegir atburðir öðlast sömu vigt. Aðalhlutverk: Jessica Louthander, Tatiana Delaunay og Anders Hellström. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Kvikmynd frá 2012 með Al Pacino og Christopher Walken í aðalhlutverkum. Eftir að hafa setið inni í 28 ár fyrir vopnað rán er Val loks frjáls ferða sinna. Hann og félagi hans, Doc, ákveða að kalla gamla glæpagengið saman og fremja síðasta ránið áður en þeir setjast í helgan stein. Málin flækjast hins vegar þegar Doc fær fyrirskipun um að drepa Val. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Bein útsending frá úrslitaleik í bikarkeppni kvenna í fótbolta.
Leikur Vals og Breiðabliks í bikarúrslitum kvenna í fótbolta.