19:40
Kastljós
Íslenskir afkomendur Danakonungs, Jón og Friðrik Dór Jónssynir
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Leit íslenskra mæðgna að forföður sínum tók óvænta stefnu þegar danska andspyrnuhreyfingin og sjálf konungsfjölskyldan voru skyndilega komin í spilið. Kastljós hitti mæðgurnar með blátt blóð í æðum.

Bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir hafa brallað ýmislegt í vetur þar sem Iceguys ævintýrið bar líklega hæst. Kastljós hitti þá við sumargrill þar sem var rætt um þáttagerð og tónlist, en líka stöðu drengja í skólakerfinu, þátttöku foreldra í uppeldi og samskipti við skólana.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.
,