Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Upphitun fyrir Grímuverðlaunin '24. Rætt við Guðna Th. Johannesson um jarðhræringar, forsetakosningar og leikárið. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri Saknaðarilms og Gunnar Smári Jóhannesson, leikari og höfundur verksins Félagsskapur með sjálfum mér ræddu erindi og sérstöðu sinna verka og annarra og Brynhildur Björnsdóttir bókmenntafræðingur rýndi í áherslur leikverka síðastliðins árs.
Listahátíð í Reykjavík verður sett 1. júní. Meðal sýninga hátíðarinnar í ár er Flóð - myndlistarsýning Jóns Þórs Birgissonar (Jónsa) í Listasafni Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Vigdís Jakobsdóttir segir frá dagskránni í ár og þétt skipuðum opnunardegi hátíðarinnar.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.