Tekið er á móti góðum gestum í sjónvarpssal, slegið á létta strengi, stiginn dans og sungið. Hljómsveit: Ásgeir Óskarsson, Finnbogi Kjartansson, Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Guðjónsson. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. Umsjónarmaður: Hermann Gunnarsson.
Tónlistarþættir þar sem Jón Ólafsson píanóleikari spjallar við dægurlagahöfunda og tónlistarmenn og tekur með þeim lagið. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Gestur í þessum þætti er Magnús Þór Sigmundsson.
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi fer í lautarferð í fjörunni en þar er kráka sem gerir honum lífið leitt og dreifir rusli út um allt! Eddi reynir að losa sig við hana, en það gerir bara illt verra.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Bangsímon frumsýndur í dag 2. Þvottabirnirnir á Akureyri 3. Krakkaskýring: Sjómannadagurinn
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Upphitun fyrir Grímuverðlaunin '24. Rætt við Guðna Th. Johannesson um jarðhræringar, forsetakosningar og leikárið. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri Saknaðarilms og Gunnar Smári Jóhannesson, leikari og höfundur verksins Félagsskapur með sjálfum mér ræddu erindi og sérstöðu sinna verka og annarra og Brynhildur Björnsdóttir bókmenntafræðingur rýndi í áherslur leikverka síðastliðins árs.
Listahátíð í Reykjavík verður sett 1. júní. Meðal sýninga hátíðarinnar í ár er Flóð - myndlistarsýning Jóns Þórs Birgissonar (Jónsa) í Listasafni Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Vigdís Jakobsdóttir segir frá dagskránni í ár og þétt skipuðum opnunardegi hátíðarinnar.
Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarþættir þar sem norrænir rannsóknarblaðamenn rannsaka það hvernig Rússar stunda njósnir á Norðurlöndunum. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Bangsímon frumsýndur í dag 2. Þvottabirnirnir á Akureyri 3. Krakkaskýring: Sjómannadagurinn
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir