Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Tilkynning um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni hratt af stað umræðum um lögmæti gjörningsins og hugsanlega sölu á Landsbankanum samhliða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar reifuðu sjónarmið sín í málinu. Plötusnúðarnir Elísa Davidsson og Íris Ólafsdóttirs hafa sett á laggirnar nýja tegund skemmtanahalds, sem fer fram á kaffihúsi eldsnemma á föstudagsmorgnum.
Tónlistarþættir þar sem Jón Ólafsson píanóleikari spjallar við dægurlagahöfunda og tónlistarmenn og tekur með þeim lagið. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Gestur í þessum þætti er Guðmundur Jónsson, gítarleikari og aðallagasmiður Sálarinnar.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Hann var orðinn leiður á því að vera einn í fjöldanum og flutti í Borgarnes. Gestur Okkar á milli er lífsglaður, en hræðilega stríðinn, og heitir Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Fyrir tíu árum fylgdi hópur kvikmyndagerðamanna börnum í bekknum 0.b í skólanum á Duevej í Frederiksberg í Danmörku í gegnum allt fyrsta skólaárið þeirra. Nú, þegar börnin eru á lokaári grunnskóla, heimsækjum við þau aftur og komumst að því hvernig manneskjur þau eru í dag og hvernig grunnskólinn hefur mótað þau.
Heilinn er undarlegt fyrirbæri og hægt að hafa áhrif á hann og hegðun einstaklinga með mismunandi hætti. Fræðandi, danskur þáttur þar sem sjónhverfingarmanninum og dáleiðandanum Jan Hellesøe er fylgt eftir.
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill að allir krakkarnir bursti tennurnar svo þær verði ekki grænar, en sumir vilja frekar fá sér sleikjó!
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Íslenska í hinum stafræna heimi 2. Sýning um Vigdís Finnbogadóttur 3. Krakkaskýring: Vorjafndægur
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Seðlabankinn tilkynnti að stýrivextir yrðu óbreyttir um sinn, þvert á vonir um að þeir myndu loks lækka í ljósi nýundirritaðra kjarasamninga. Hvað þola verkalýðsfélögin og fyrirtækin langa bið? Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, voru gestir Kastljós.
Incels nefnist hópur ungra karla sem upplifir sig utangátta í samfélaginu og skellir skuldinni á konur. Þeir halda úti alþjóðlegu spjallborði sem er hýst undir íslensku léni og er gróðrarstía kvenfyrirlitningar, haturs og ofbeldishvatninga. Við kynntum okkur þetta samfélagsmein.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju vikunnar birtist spjall mitt við hið magnaða ljóðskáld Ilya Kaminsky. Hann er upprunninn í Úkraínu, flutti ungur til Bandaríkjanna, og hefur ort stórgóðar ljóðabækur sem hafa verið þýddar á ótal tungumál - meðal annars á íslensku. Við förum vítt og breitt, tölum um bókmenntir, Úkraínustríðið, heyrnarleysi og sitthvað fleira. Við fjöllum um stórvirkið Með verkum handanna, en það fjallar um íslenskan refilsaum fyrr á öldum, geysilega merkilegan menningararf. Hildur Knútsdóttir segir okkur nýútkominni hrollvekju sem hún hefur ritað og nefnist Mandla. Gagnrýnendur þáttarins ræða um þrjár bækur: Kalmann og fjallið sem svaf eftirJoachim B. Schmidt, Morðin í Dillonshúsi eftir Sigríði Dúu Goldsworthy og Vatn á blómin eftir Valerie Perrin.
Franskir heimildarþættir sem fjalla um sögu hljóðs og hljóðfæra.
Sannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarþáttaröð í þremur hlutum frá BBC þar sem Simon Schama fjallar um rómantísku stefnuna og skoðar hvernig áhrifa hennar gætir enn þann dag í dag.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Íslenska í hinum stafræna heimi 2. Sýning um Vigdís Finnbogadóttur 3. Krakkaskýring: Vorjafndægur
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson