Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Allt stefnir í að fimmtánda stýrivaxtahækkunin í röð verði kynnt á morgun. Verðbólga mælist átta prósent og erfiðlega virðist ganga að þoka henni niður. Sú staða kemur auðvitað illa niður á almenningi en líka á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við heimsóttum gistiheimilið og veitingastaðinn Akureyri Backpackers og ræddum við einn eigenda þar, áður en framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri fór yfir stöðuna í geiranum.
Mikilvægt er að fólk viti snemma hvort það þurfi að taka þátt í kostnaði við ummönnun sína á efri árum segir breskur sérfræðingur um öldrunarþjónustu. Ekki sé til ein leið sem henti öllum. Forstjóri Sóltúns segir að einkaframtakið þurfi að eiga greiðari leið inn í öldrunarþjónustuna til að flýta uppbyggingu hjúkrunarheimila. Kastljós ræddi við þau á dögunum.
Revían Deleríum Búbónis eftir bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni var frumsýnd í Borgarleikhúsinu fyrir helgi. Hún er sneisafull af mörgum þekktustu dægurlagaperlum þjóðarinnar. Við litum við í Borgó.
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hefur um árabil verið með vinsælasta sjónvarpsefni á landinu, enda fer þar saman létt skemmtun og æsispennandi keppni. Nú er lokið forkeppni á Rás 2 með þátttöku liða frá fjölmörgum framhaldsskólum en aðeins átta lið standa eftir þegar sjónvarpshluti keppninnar hefst. Spyrill er Sigmar Guðmundsson, dómari og spurningahöfundur Anna Kristín Jónsdóttir og Andrés Indriðason annast dagskrárgerð og stjórnar útsendingu.
Í kvöld mættust <b>Borgarholtsskólinn í Reykjavík</b> og <b>Flensborgarskólinn, Hafnarfirði.</b> Svo fór að <b>Borgarholtsskóli</b> sigraði með 24 stigum gegn 21.
Hemmi Gunn og Þórhallur Gunnarsson rifja upp gamla tíma og kynna á ný gesti sem slógu í gegn í þáttum Hemma á sínum tíma.
Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
Önnur þáttaröð íslensku heimildarþáttanna þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Trúðavaktin gleður börn á Barnaspítala Hringsins einu sinni í viku. Sigrún tekur þátt í sjálfboðaliðastarfi þar sem hundruðum er hjálpað á hverju ári með matargjöfum og peningastyrkjum.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur þar sem áhersla er lögð á rannsóknarblaðamennsku og almennar fréttaskýringar. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Garðar Þór Þorkelsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, María Sigrún Hilmarsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Fíkniefnaheimurinn á Íslandi er orðinn enn harðari en áður, með tilkomu ópíóíða á borð við OxyContin. Sífellt fleiri deyja af völdum ópíóíða. Ekkert neyslurými er til staðar og fólk notar fíkniefni á almenningssalernum og í bílastæðahúsum. Mörg hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Jórunn Viðar, tónskáld, fæddist í Reykjavík í desember 1918. Hún útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1936 og nam píanóleik í Berlín. Síðar stundaði hún nám í tónsmíðum við hinn virta Julliard-skóla í New York. Jórunn samdi fjölmörg þjóðþekkt sönglög og var frumkvöðull á sviði ballett- og kvikmyndatónlistar hér á landi.
Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Þriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Krúttlegir og skemmtilegir þættir þar sem er fylgst með ungum dýrum þar sem þau leika sér og læra á lífið og tilveruna í faðmi fjölskyldunnar.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2. Fimmta fimleikaæfingin nefnd eftir Simone Biles 3. Núðluátkeppni í Japan
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hugsjóna- og baráttukonan Veiga Grétarsdóttir fann sig knúna til þess að stíga fram opinberlega og ræða atvik sem átti sér stað í búningsklefa í sundlaug Grafarvogs fyrir stuttu. Atvikið hafði verið nýtt sem fóður í grófa lygasögu sem fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum og varð jafnframt uppspretta fals-fréttar þar sem því var haldið fram að níu ára stúlkur hefðu mætt nöktum karlmanni í búningsklefanum. Hún kemur til okkar.
Umfjöllun Kveiks í gær, um veruleika tveggja ungra manna sem háðir eru neyslu fíkniefna, sýnir að þrátt fyrir áralanga umræðu um skort á úrræðum virðist lítið þokast í þeim efnum. Valgerði Rúnarsdóttur, forstjóra Sjúkrahússins Vogs, ræðir þetta við okkur.
Hans Jóhannsson hljóðfærasmiður hefur smíðað hljóðfæri í 40 ár sem þykja einstök að gæðum. Nú stendur yfir sýning á nokkrum tugum þeirra í Ásmundasal.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Fyrsta Kilja vertíðarinnar er á RÚV nú á miðvikudagskvöldið klukkan 20.05. Við hefjumst strax handa við að fjalla um nýjar bækur. Nanna Rögnvaldardóttir er fræg fyrir matreiðslubækur en sendir nú frá sér stóra sögulega skáldsögu, mikla örlagasögu sem nefnist Valskan. Sverrir Norland segir frá skáldsögu sinni Klettinum - þetta er samtímasaga um þrjá vini, vináttu og samkeppni milli þeirra og atburð sem öllu breytir. Margrét Tryggvadóttir skoðar með okkur bókina Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina, þetta er fallegt yfirlitsrit sem getur vonandi bætt þekkingu almennings á myndlist. Svo förum við á fjöruga krakkasamkomu í Bæjarbíói þar sem koma fram rithöfundarnir Elias og Agnes Vahlund, höfundar vinsælla barnabóka sem nefnast Handbók fyrir ofurhetjur. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Vegamyndir eftir Óskar Árna Óskarsson, Konu eftir Annie Ernaux og Hlutskipti eftir Jónu Ingibjörgu Bjarnadóttur og Jón Hjartarson.
Upptökur frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.
Breskir spennuþættir frá 2022. Fjölskyldufrí breytist í martröð þegar vopnaðir menn hefja skothríð á hóteli. Aðalhlutverk: Keeley Hawes, Lee Ingleby og Noah Leggott. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Heimildarmynd frá 2022. Plastmengun hefur færst í aukana undanfarin ár. Er nóg að endurvinna plastið eða er endurvinnsla grænþvottur?
Beinar útsendingar frá HM í fimleikum í Belgíu.
Bein útsending frá HM í fimleikum í Belgíu.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2. Fimmta fimleikaæfingin nefnd eftir Simone Biles 3. Núðluátkeppni í Japan
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson