13:35
Kastljós
Undraverður bati Tristans, húsnæðisekla, Ástralía og Eurovison
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Tveggja og hálfs árs drengur er á batavegi eftir að hafa veikst skyndilega af sjaldgæfum taugasjúkdómi sem lamaði hann og olli hjartastoppi. Bati hans þykir undraverður en hann var í hjartastoppi í 69 mínútur. Kastljós kynnti sér sögu Tristans Loga.

Kaupsamningum hefur snarfækkað með hækkandi stýrivöxtum og nú stefnir í verulegan samdrátt í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði - sem gæti svo aftur leitt til enn meiri húsnæðiseklu og verðhækkana þegar fram í sækir. Hvernig er hægt að rjúfa þennan vítahring og halda dampi í íbúðaruppbyggingu í verðbólgu og hávaxtaumhverfi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum iðnaðarins, og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fóru yfir málið.

Það er allt á suðupunkti í Liverpool daginn áður en Diljá tekur þátt í síðari undanriðli Eurovision á fimmtudag. Önnur þjóð sem tekur þátt er Ástralía en Sigurður Þorri hitti fulltrúa þeirra á opnunarhátíðinni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,