Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ný eftirlitsskýrsla MAST leiðir í ljós að ein af hverjum fjórum langreyðum sem veiddar voru síðasta sumar þurfti að skjóta endurtekið áður en þær drápust. Mest þurfti fimm skot í eitt dýr. MAST telur hvalveiðarnar ekki samræmast markmiðum laga um velferð dýra þótt lög hafi ekki verið brotin. Gestir Kastljóss eru Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, og Sigursteinn Másson dýraverndarsinni.
Strandveiðar hófust í síðustu viku þegar hundruð smábáta hringinn í kringum landið fóru til veiða. Kastljós slóst í för með Ásgeiri Frímannsyni sjómanni á strandveiðibátnum Blíðfinni, sem gerir út frá Siglufirði.
Það er sjaldan djúpstæð eða sérlega áhrifamikil upplifun að versla í matinn, en það gæti breyst með flutningi nýs leikverks í matvöruverslun á Grandanum, sem var frumflutt fyrir helgi innan um paprikur, aspas og kartöflur