16:20
Íslendingar
Kristján Eldjárn
Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Dr. Kristján Eldjárn var þriðji forseti Íslands. Hann gegndi embættinu þrjú kjörtímabil, frá 1968 til 1980. Hann var fornleifafræðingur að mennt og Þjóðminjavörður. Hann varð þjóðkunnur og vinsæll fyrir þætti sína um forna muni og minjar á fyrstu starfsárum Sjónvarpsins. Fjallað er um forsetakosningarnar 1968 og brugðið upp myndum af ýmsum embættisverkum Kristjáns í forsetatíð hans. Dagskrárefnið er úr safni RÚV. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 57 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,