Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Kastljós er helgað orkumálum í kvöld. Á mánudag kom út samantektarskýrsla milliríkjanefndar sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kom að hlýnun jarðar verði óstöðvandi og stjórnlaus ef ekki tekst að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á næstu tveimur árum. Íslensk stjórnvöld stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum í síðasta lagi árið 2040 og að Ísland verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða. Verkefnið sækist hins vegar hægt. Eftir tímabundin samdrátt í Covid hefur olíuinnflutningur aukist. Hvenær förum við að sjá ávinning af þeim aðgerðum sem búið er að ráðast í og hvað þarf að gera meira af strax? Gestir Kastljóss voru Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga sem fer nú fram tólfta árið í röð. Í þetta sinn verður keppnin snarpari en áður og lýkur með úrslitum í janúar. Þátttakendur í vetur eru lið frá þeim sveitarfélögum sem komist hafa í úrslit síðustu ár, eða oftast komist nálægt því. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm. Spurningahöfundur og dómari er Jón Svanur Jóhannsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm. Spurningahöfundar: Jón Svanur Jóhannsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Lið Reykjanesbæjar: Valgerður Björk Pálsdóttir, Grétar Þór Sigurðsson, Kristján Jóhannsson.
Lið Hálendisins: Elísabet Margeirsdóttir, Einar Skúlason, Lára Ómarsdóttir.
Skemmtiþáttur þar sem Hemmi Gunn tekur á móti góðum gestum í sjónvarpssal. Slegið á létta strengi, stiginn dans og sungið. Hljómsveit: Ásgeir Óskarsson, Finnbogi Kjartansson, Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Guðjónsson. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. Umsjónarmaður: Hermann Gunnarsson.
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Við kynnumst félagsfræðingnum Ragnheiði Sverrisdóttur, eða Jonnu, sem brennur fyrir málefnum þeirra sem minna mega sín í samfélaginu og gengur ávallt skrefinu lengra til að hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Við hittum einnig Örlyg, sem hefur undanfarin ár heiðrað náttúruna með því að plokka nokkur tonn af rusli og verið innblástur fyrir aðra til að hreinsa í kringum sig.
Dönsk þáttaröð um ungt par sem vildi einfalda líf sitt og hóf búskap.
Stuttir hugleiðsluþættir þar sem náttúrulífsmyndum, tónlist og hljóðum er blandað saman á róandi hátt. BBC framleiðir þættina í samvinnu við fyrirtækið Headspace sem sérhæfir sig í hugleiðslu.
Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar. Þættirnir voru teknir upp árið 2021.
Holly er mætt aftur og heldur áfram baráttu sinni í tónlistinni og í einkalífinu.
Grace Webb sýnir okkur allskonar töff faratæki. Mótórhjól, kappakstursbíla, strætisvagna, flugvélar, báta og allt þar á milli.
Finnlands-sænskir þættir þar sem krakkar segja frá áhugamálum sínum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Yngsti bóndi landsins 2. Hundasleðakeppni í Japan 3. Leynigöng fundust í píramída
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fréttir af ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hafa verið áberandi að undanförnu og telja margir að um sé að ræða átök milli ólíkra hópa. Lögreglan segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni, sérstaklega hvað varðar ungt fólk sem oft skilgreinir hnefahögg og hálstök ekki sem ofbeldi.
Menntabúðir eru samstarfsverkefni Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar eru kynntar tækni og hugmyndir sem tengjast tækni og sköpun í skóla og frístundastarfi. Kastljós leit við í Menntabúðum til að sjá nýjustu tækni og vísindi í skólastarfi.
Kjarvalsstaðir verða 50 ára í ár og verður afmælinu fagnað með viðamikilli sýningu.
Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Tólf listamenn veita innsýn í sköpunarferli sitt, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.
Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Listamennirnir og bræðurnir Kristján og Sigurður Guðmundssynir fara yfir gamla tíma og nýja. Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Hún var alin upp við það að þurfa að syngja rússneska þjóðsönginn á eftir þeim ungverska. Örlögin læddust að henni og hún hóf að kenna tónlist á Ísafirði. Nú er hún stjórnandi fjölda kóra á Íslandi. Gestur Okkar á milli er Agota Joó píanókennari.
Önnur sería þessara leiknu þátta sem byggðir eru á ókláraðri skáldsögu Jane Austen frá 1817. Þættirnir segja frá Charlotte Heywood, ungri konu sem flyst frá sveitaheimili foreldra sinna til sjávarþorpsins Sanditon þar sem ýmsar breytingar eru í vændum. Aðalhlutverk: Rose Williams, Crystal Clarke og Kris Marshall.
Þriðja þáttaröð um norsku athafnamennina. Vinirnir fjórir eru auðugir, keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes Kittelsen, Pål Sverre Hagen, Tobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Leikin þáttaröð um líf og störf lögreglumanna í Chicago. Aðalhlutverk: Jason Beghe, Jon Seda og Jesse Lee Soffer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sænsk spennuþáttaröð. Lea á sér þann draum að verða heimsmeistari í hnefaleikum en leiðin á toppinn er þyrnum stráð, ekki síst fyrir unga konu sem á sér fortíð utan ramma laganna. Lea þarf að gera upp við sig hversu miklu hún er tilbúin að fórna fyrir drauminn. Aðalhlutverk: Madeleine Martin, Ralph Carlsson, Jennie Silfverhjelm og Emil Almén. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Yngsti bóndi landsins 2. Hundasleðakeppni í Japan 3. Leynigöng fundust í píramída
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson