Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Ef þú ert bara að hugsa um þægindin þá er alveg eins gott að vera bara á bíl," segir Bjarni Vestmann, formaður H.0.G. Chapter Iceland.„Maður skynjar umhverfið miklu betur, t.d. þegar maður keyrir um sveitirnar, maður finnu lyktina, hitastigið úti og nýtur birtunnar öðruvísi. Svo er það náttúrulega bara þyturinn og svo hljóðið í hjólunum," segir Bjarni. H.O.G. Chapther Iceland eru opinber samtök eigenda Harley Davidson mótorhjóla á Íslandi. Starfsemi félagsins felst í því að menn hittast og fara saman í lengri og skemmri ferðir, innanlands og líka erlendis. Á mennignarnótt fara klúbbmeðlimir síðan niður í miðbæ Reykjavíkur og bjóða gestum og gangandi á bak, og fara með þá lítinn rúnt, gegn gjaldi. Allur ágóði rennur síðan til Umhyggju, félags langveikra barna.