17:15
Útúrdúr
Myndir á þili - stefnumót við tvö tónskáld
Útúrdúr

Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.

Í þessum þætti eru viðtöl við tvö íslensk öndvegistónskáld, Jón Nordal og Snorra Sigfús Birgisson, um sköpunarferli tónverka þeirra. Verk Jóns, Myndir á þili, er í forgrunni í fyrri hluta þáttarins, en í síðari hluta heyrum við bæði þjóðlagaútsetningar Snorra og píanóverk hans Eos og Selena. Fram komu: Ástríður Alda Sigurðardóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Jón Nordal. Snorri Sigfús Birgisson, Víkingur Heiðar Ólafsson.

Var aðgengilegt til 08. apríl 2023.
Lengd: 44 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,