Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.
Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er afar slæ, en gert er ráð fyrir að A hluti Borgarsjóðs verði rekinn með rúmlega 15 milljarða halla í ár og 6 milljarða halla á því næsta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðisflokksins tókust á um áætlunina og aðgerðir framundan.
Þorskur úr plöntum verður fáanlegur í matvöruverslunum hérlendis á næsta ári. Afurðin er sú fyrsta í línu plöntumiðra sjávarafurða sem fyrirtækið Loki foods hefur þróað síðustu mánuði, og hefur vakið áhuga fjárfesta og neytenda um heim allan.
Það þarf sterk bein til að slá í gegn en það er óbærilegt að gera það ekki. Um þetta er fjallað í nýrri kvikmynd sem nefnist Band og fjallar um íslenska hljómsveit sem hyggur hátt og hefur hátt.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Skemmtiþáttur þar sem Hemmi Gunn tekur á móti góðum gestum í sjónvarpssal. Slegið er á létta strengi, stiginn dans og sungið. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
Ebba Guðný sýnir áhorfendum hversu auðvelt það getur verið að elda hollan og næringarríkan mat úr góðu hráefni. Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Dagskrárgerð: Sævar Sigurðsson. Framleiðandi: Anna Vigdís Gísladóttir fyrir Saga Film.
Í þessum þætti útbýr Ebba Guðný pítsu með ofnbökuðu grænmeti, lífræna jógúrt með múslí, bláberjamúffur og bláberja-chiagraut. Henni til aðstoðar er sonur hennar, Hafliði Hafþórsson.
Heimildarþáttaröð í fjórum þáttum um einn ástsælasta leikara og grínara þjóðarinnar, Sigurð Sigurjónsson, sem skemmt hefur landsmönnum á skjánum, á sviði sem og á hvíta tjaldinu í meira en fjörutíu ár. Siggi og samferðafólk hans er tekið tali um leið og eftirminnilegustu hlutverkin eru rifjuð upp. Umsjón: Guðmundur Pálsson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Þórdís Claessen. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Elfar Örn Egilsson.
Landinn skoðar hvaðan íbúar á höfuðborgarsvæðinu fá vatnið sitt og hvaða áskoranir leynast á svæðinu. Við hittum svissneska listakonu sem settist að á Íslandi, kynnumst melrakkanum og skoðum dularfullstu sturtu landsins.
Rick föndrar, málar og býr til allskonar skemmtilega hluti. Engar hugmyndir eru of stórar og hann ræðst á þær eins og ninja!
Stuttmyndir sem gerðar eru eftir handritum krakka sem að send voru inn í Sögur árið 2022.
Tíminn stöðvast á afmælisdegi Emblu og vinaleg geimvera rænir henni og bróður hennar því að hún þarf hjálp þeirra til að koma tímanum aftur í gang. Handrit: Bryndís María Jónsdóttir. Leikstjórn : Hekla Egils. Aðalhlutverk: Bryndís María Jónsdóttir, Friðrik Bjarni Jónsson og María Carmela Torrini.
Inni í okkur öllum búa allskonar tilfinningar. Gleði, reiði, leiði, kvíði, spenningur og svo ótal margar fleiri tilfinningar.
Þættirnir Tilfinningalíf fjalla um þessar tilfinningar og hvernig við bregðumst við þeim.
Umsjón: Júlía Ósk Steinarsdóttir og Sölvi Freyr Helgason
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdótir og Elvar Örn Egilsson
Leiði er eðlileg tilfinning sem kemur upp hjá öllum annað slagið. En það eru til einföld ráð til að finna gleðina aftur. Júlía og Sölvi kanna málið.
Tilfinningalíf er unnið í samstarfi við Sálstofuna.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa Mexíkó veislu. Einfalt og hollt og rosa gott.
Hér er uppskriftin.
500 gr nautahakk
500 gr sojahakk
2 tsk krydd að eigin vali.
Settu hakkið á sitt hvora pönnuna, kryddaðu og steiktu þar til það er eldað í gegn (orðið dökk brúnt á lit).
vefjur
nachos snakk
rifinn ostur
salsa sósa
sýrður rjómi
gúrka
paprika
tómatar
Skerðu grænmetið í litla bita og settu í skálar eða á disk.
Snakkið, osturinn, salsa sósan og sýrði rjómin er líka hægt að setja í skálar.
Guacamole
2 stór Avocado
2 tómatar - hreinsa innan úr þeim
Steinselja / kóríander
1x lítill Hvítur laukur / rauðlaukur
2 hvítlauksrif (má sleppa)
Lime safi
Salt og pipar eftir smekk
Stappaðu avocado
Skerðu laukinn og tómatana
Pressaðu hvítlaukinn út í með hvítlaukspressu
Saxaðu steinselju eða kóríander smátt
Settu smá lime, salt og pipar
Og smá af góðri ólífuolíu
Hrærðu allt saman.
Búðu svo til mexíkóvefju eins og þér þykir best!
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Örverur í hraunhellum 2. Dýrið fékk verðlaun 3. Grímuball ferfætlinga
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Hvað ef
Flytjandi: GDRN (Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir)
Höfundur: Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.
Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson berjast um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins sem fram fer um helgina. Þeir voru gestir Kastljóss.
Icelandairwaves tónlistarhátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Kastljós tók tónlistarmennina Gugusar og Krumm tali auk þess sem rætt var við Ísleif Þórhallsson hátíðarstjóra.
Bandaríski tónlistarmaðurinn snny verður með tónleika í kvöld á Húrra sem eru hluti af Airwaves-dagskránni. Hann gaf út plötu fyrr í vetur sem hann vann náið með fjölda íslenskra tónlistarmanna. Kastljós ræddi við hann um tónlistarferillinn og áhrif Íslands á nýju plötuna.
Afhending Íslensku menntaverðlaunanna á Bessastöðum, þar sem verðlaunað er fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni. Stjórn upptöku: Elín Sveinsdóttir.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Hvað gerir handleggsbrotinn konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands? Jú, hann situr úti í sal og dásamar félaga sína. Hin glaðværa Sigrún Eðvaldsdóttir er gestur Sigurlaugar í Okkar á milli.
Níunda þáttaröð af þessum rómantísku gamanþáttum um pör sem tengjast innbyrðis í Manchester á Bretlandi. Leikarar: James Nesbitt, John Thomson, Fay Ripley, Robert Bathurst, Hermione Norris og Ceallach Spellman. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Leikin þáttaröð um líf og störf lögreglumanna í Chicago. Aðalhlutverk: Jason Beghe, Jon Seda og Jesse Lee Soffer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þriðja þáttaröðin um ítölsku vinkonurnar Elenu og Lilu. Þættirnir byggja á Napólí-sögum rithöfundarins Elenu Ferrante, sem farið hafa sigurför um heiminn. Nú takast vinkonurnar á við fullorðinslífið og reyna hvor á sinn hátt að brjótast út úr fátækt og forðast stöðnun. Leikstjórn: Saverio Costanzo. Aðalhlutverk: Margherita Mazzucco og Gaia Girace. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.