Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.
Flokksráð Vinstri grænna samþykkti um helgina ályktun um að hækka ætti veiðigjöld. Hvernig hyggst flokkurinn, sem hefur ráðuneyti sjávarútvegs á sínum snærum fylgja málinu eftir og hvaða áhrifum má gera ráð fyrir að það hefði á fyrirtæki í sjávarútvegi og sjávarbyggðir? Kastljós ræðir við Bjarkeyju OIsen Gunnarsóttur, þingmann og fulltrúa Vg í atvinnuveganefnd, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar2, sem hefur talað fyrir útboðsleið til að stuðla að raunverulegt markaðsvirði fáist fyrir aflann.
Menningarvetrinum er hleypt af stokkunum með tónlistarveislunni Klassíkin okkar í beinni útsendingu frá Hörpu annað kvöld. Kastljós leit á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og rýnir líka það sem efst er á baugi í tónlistarlífinu í vetur.
Önnur þáttaröð Rabbabara í stjórn Atla Más Steinarssonar þar sem við kynnumst ferskasta fólkinu í íslensku rappsenunni og sjáum á þeim óvæntar hliðar.
Næsti gestur Atla Más er raftónlistarmaðurinn stórkostlegi Daði Freyr! Þeir ræddu auðvitað tónlistina en líka körfubolta og föðurhlutverkið.
Umfjallanir um leiki í undankeppni HM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna í fótbolta.
Bein útsending frá leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna í fótbolta.
Umfjallanir um leiki í undankeppni HM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna í fótbolta.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Veðurfréttir.
Sjöunda árið í röð bjóða RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á tónlistarveislu í beinni útsendingu frá Hörpu þar sem landsmönnum hefur gefist kostur á að hafa áhrif á val verka á efnisskránni. Nú verður athyglinni beint að einleikskonsertinum og spannar litrík efnisskráin fjölda vinsælla og hrífandi konsertkafla frá ýmsum tímum og ber því að þessu sinni yfirskriftina Einleikaraveisla. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. Kynnar kvöldsins eru Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Bandarísk bíómynd frá 2014. Margaret Keane sló í gegn á 6. áratug síðustu aldar með málverkum sínum af stóreygu fólki. Hún rekur sjálf upp stór augu þegar eiginmaður hennar eignar sér heiðurinn af málverkunum. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Leikstjóri: Tim Burton. Aðalhlutverk: Amy Adams og Christoph Waltz. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.