Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.
Kastljós heldur áfram að skoða helstu málaflokka og verkefni á vegum sveitarfélaga í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. Nú er röðin komin að skólamálum. Um helmingur útgjalda sveitarfélaganna fer í skólamál en þó er afar misjafnt eftir sveitarfélögum hve hátt hlutfallið er. Kostnaðurinn hefur vaxið mikið enda verkefnin að verða fleiri og flóknari. Um fimmtungur barna hefur nú annað móðurmál en íslensku og sífelld krafa er um að yngri og yngri börn fái leikskólapláss.
Jakob Birgisson og Vigdís Hafliðadóttir halda áfram för sinni um landið og krefja frambjóðendur í sveitastjórnarkosningum um skýr svör. Að þessu sinni eru þau í Múlaþingi.
Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.
Skemmtiþættir frá 1989 þar sem Spaugstofumenn fást við fréttir líðandi stundar. Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Dagskrárgerð: Tage Ammendrup.
Finnlands-sænskir lífsstílsþættir þar sem meðal annars er fjallað um matreiðslu, garðyrkju og föndur.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í kvöld verður síðasta Kiljan á vorvertíðinni. Þátturinn er afar efnismikill. Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur kemur í þáttinn til að ræða bók sína Alls konar íslenska. Í Hafnarfirði hittum við Ragnheiði Gestsdóttur sem nýskeð fékk glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann fyrir sögu sína Farangur. Önnur ný íslensk skáldsaga er 10 dagar í helvíti eftir Magnús Lyngdal Magnússon. Við hittum hann í Norðurmýrinni. Haukur Ingvarsson rekur fyrir okkur söguna af því þegar Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner kom til Íslands í miðri menningarbaráttu kalda stríðsins ? Haukur er höfundur bókarinnar Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu. Í Bókum og stöðum förum við norður í Skagafjörð og fjöllum um feðgana Indriða G. Þorsteinsson og Arnald Indriðason. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Þykjustuleikana eftir Anton Helga Jónsson, Farþegann eftir Ulrich Alexander Boschwitz og Þernuna eftir Nita Prose.
Önnur þáttaröð Rabbabara í stjórn Atla Más Steinarssonar þar sem við kynnumst ferskasta fólkinu í íslensku rappsenunni og sjáum á þeim óvæntar hliðar.
Í fimmta þætti spjallar Herra Hnetusmjör við Atla Má. Ferillinn, peningar og væntanlegt föðurhlutverk er meðal þess sem þeir ræða í þættinum.
Brot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. Fjallað á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Ásgerður var frumkvöðull nútíma veflistar á Íslandi. Að loknu námi í Myndlista- og handíðaskólanum um miðjan fimmta áratuginn hóf hún nám í Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Verk eftir Ásgerði prýða margar stofnanir og listasöfn bæði hér heima sem og erlendis.
Kári og Emil ætla að gera sína eigin hasarmynd og þurfa því að læra ýmislegt um tæknibrellur. Þá þarf að prufa og gera allskonar tilraunir.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Hljóp tæplega sjö maraþon 2. Eurovision í kvöld 3. Björg í Tórínó
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Með hækkandi sól
Flytjandi: Systur
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Bein útsending frá Eurovision í Tórínó. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson.
Bein útsending frá fyrri undankeppni Eurovision í Tórínó þar sem Systur stíga á svið fyrir hönd Íslands. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Útsendingin er á sama tíma á RÚV 2 með táknmálstúlkun.
Skemmtiatriði sem flutt var í hléi í Eurovision í Tórínó.
Íslensk þáttaröð þar sem Logi Pedro skoðar heim og sögu íslenskrar hönnunar. Í þáttunum er lögð áhersla á arkitektúr, grafíska hönnun, vöruhönnun og fatahönnun og rætt við starfandi hönnuði í hverri grein um verk þeirra og störf. Framleiðsla: 101 Productions.
Í þessum þætti kynnir Logi Pedro sér arkitektúr á Íslandi. Hann hittir Óskar Örn, arkitekt og doktorsnema í sögu arkitektúrs, Sigríður Siþórsdóttur, arkitekt hjá Basalt og Hafstein og Karítas, hönnuði og eigendur HAF Studio.
Danskir gamanþættir um kærustuparið Henrik og Stephanie sem eru á leið til Parísar þar sem þau ætla að gifta sig í leyni. Þegar ferðinni er aflýst á síðustu stundu vegna kórónuveirufaraldursins ákveða þau að sameina brúðkaupið og brúðkaupsferðina með því að sigla til smábæjarins Løkken í Danmörku en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. Aðalhlutverk: Lise Baastrup og Nikolaj Kopernikus. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Hljóp tæplega sjö maraþon 2. Eurovision í kvöld 3. Björg í Tórínó
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Með hækkandi sól
Flytjandi: Systur
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Bein útsending frá Eurovision í Tórínó. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson.
Bein útsending frá fyrri undankeppni Eurovision í Tórínó þar sem Systur stíga á svið fyrir hönd Íslands. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Útsendingin er á sama tíma á RÚV 2 með táknmálstúlkun.