Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í kvöld verður síðasta Kiljan á vorvertíðinni. Þátturinn er afar efnismikill. Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur kemur í þáttinn til að ræða bók sína Alls konar íslenska. Í Hafnarfirði hittum við Ragnheiði Gestsdóttur sem nýskeð fékk glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann fyrir sögu sína Farangur. Önnur ný íslensk skáldsaga er 10 dagar í helvíti eftir Magnús Lyngdal Magnússon. Við hittum hann í Norðurmýrinni. Haukur Ingvarsson rekur fyrir okkur söguna af því þegar Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner kom til Íslands í miðri menningarbaráttu kalda stríðsins ? Haukur er höfundur bókarinnar Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu. Í Bókum og stöðum förum við norður í Skagafjörð og fjöllum um feðgana Indriða G. Þorsteinsson og Arnald Indriðason. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Þykjustuleikana eftir Anton Helga Jónsson, Farþegann eftir Ulrich Alexander Boschwitz og Þernuna eftir Nita Prose.