Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Stuðboltarnir í þotuakademíunni, Súla, Kiddi, Lars og Fúsi, fara á heimshornaflakk til að bjarga þekktum kennileitum frá Galla-Grími.
Apinn Skotti og fíllinn Fló eru bestu vinir og bralla ýmislegt skemmtilegt í skóginum ásamt vinum sínum.
Ástsælu Múmínálfarnir sem allir þekkja úr smiðju Tove Jansson mæta aftur og lenda í fleiri skemmtilegum ævintýrum.
Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.
Egill Helgason fær til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Silfrið í dag er í umsjón Egils Helgasonar. Fyrst fær hann til sín auk Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns, þrjá verðandi þingmenn, þau Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra, Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og Jakob Frímann Magnússon. Því næst setjast hjá Agli þau Dr. Herdís Þorgeirsdóttir mannréttindalögfræðingur, og Björn Þorláksson blaðamaður. Rætt verður meðal annars um eftirmál kosninganna, talningarvandamálin í Norðvesturkjördæmi, myndun ríkisstjórnar og fleira. Að lokum kemur Kristrún Frostadóttir í þáttinn og svarar fyrir umræðu sem fór í gang fyrir kosningar um hlutabréfakaup hennar í Kviku og áhrif sem hún hafði á kosningarnar.
Dönsk heimildarmynd frá 2020 þar sem sjö einstaklingar sem hafa upplifað að vera nær dauða en lífi deila reynslu sinni. Þau eru sammála um að þessi lífsreynsla hafi opnað augu þeirra fyrir hvað er það mikilvægasta í lífinu.
Stjörnustríð er skemmtiþáttur í anda Gettu betur þar sem þekkt andlit úr sögu þáttanna: Spyrlar, spurningahöfundar, stigaverðir og keppendur snúa aftur auk keppnisliða úr óvæntum áttum. Þau hafa engu gleymt, nema svörunum! Umsjónarmaður og dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Dagskrárgerð: Ragnar Eyþórsson. Framleiðsla: RÚV.
Norskir þættir þar sem tvö lið keppast á um að greina hvað amar að sjúklingum. Í öðru liðinu eru læknar en í hinu liðinu er „venjulegt“ fólk sem má nota internetið sér til aðstoðar.
Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins. Þættir frá 2021.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir Halla Ólafsdóttir og Arnar Björnsson. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon og Jóhannes Jónsson.
Í þættinum förum við í ratleik í Kjarnaskógi, við skoðum heiðarbýli í Jökuldalsheiði, kynnum okkur framleiðslu Pure Natura, greinum sveppi og kíkjum inn í Iðnó.
Viðmælendur:
Birnir Mar Steinþórsson
Bjartur Ægisson
Clara Victoría Höller
Eyþór Guðmundsson
Fjölnir Geir Bragason
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Gunnella Steinberg Ingudóttir
Hildur Þóra Magnúsdóttir
Hjördís Hilmarsdóttir
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.