16:50
Íslendingar
Sigurður Nordal
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Sigurður Nordal var bókmenntafræðingur, heimspekingur og rithöfundur. Hans er einkum minnst fyrir merkilegt framlag til íslenskra fræða, m.a. kenningar um uppruna Íslendingasagna, ritverkið Íslensk menning og Íslenska lestrarbók 1400-1900 um samhengið í íslenskum bókmenntum, en hún kom út 1924 og var notuð í skólum í áratugi. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 57 mín.
e
Dagskrárliður er textaður.